Beint í efni

Bestu nautin frá 2005 verðlaunuð

22.04.2013

Á ársfundi Fagráðs í nautgriparækt sem haldinn var að Gauksmýri í Húnaþingi fimmtudaginn 18. apríl s.l. voru afhent verðlaun fyrir besta nautið fætt árið 2005. Að þessu sinni hlutu tvö naut þessa nafnbót og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá það að þessi verðlaun voru fyrst veitt. Þau naut sem nafnbótina hlutu eru Vindill 05028 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og Birtingur 05043 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi.

 

Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá RML, afhenti verðlaunin og fór um leið nokkrum orðum um þessi afbragðsnaut. Bæði eru þau synir Stígs 97010 frá Oddgeirshólum og móðurfaðir beggja er Kaðall 94017 frá Miklagarði. Þau gefa miklar mjólkurkýr með ákaflega sterka og góða júgur- og spenagerð auk þess sem mjaltir eru með ágætum. Notkun þeirra hefur verið mikil í vetur enda um afbragðsgripi að ræða.

 

Benjamín Baldursson bóndi á Ytri-Tjörnum og ræktandi Vindils tók við verðlaunum fyrir Vindil á fundinum en Ragnar Magnússon bóndi í Birtingaholti 1 og ræktandi Birtings átti ekki heimangengt. Honum voru því afhent verðlaunin sl. föstudag og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.

 

rml.is sagði frá./GJ

 

F.v. Guðmundur Jóhannesson og Benjamín Baldursson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eva María Ragnarsdóttir, Ragnar Magnússon og Hvítkolla 1458 Skurðsdóttir 02012 og sammæðra Birtingi 05043