Beint í efni

Besti osturinn 2011 er franskur!

31.01.2012

Þá er það á hreinu, besti ostur ársins 2011 kemur frá Frakklandi. Þetta er amk. niðurstaða 200 manna dómnefndar sem metur allar tilnefningar í keppninni World Cheese Awards, sem haldin er árlega. Alls voru sendir inn 2.500 ostar frá 34 löndum að þessu sinni. Af þessum 2.500 ostum fengu 55 sk. gullverðlaun og 16 af þeim fóru í úrslit aðal keppninnar um titilinn Supreme Champion. Fyrir valinu varð svo Ossau Iraty frá Fromagerie Agour en osturinn gerður úr mjólk frá Manech ám og hefur verið látinn þroskast í 10 mánuði.

 

Fromagerie Agour hefur áður unnið til þessara sömu verðlauna með sama ostinn, en það var árið 2006 og er það einstakur árangur. Ossau Iraty er framleiddur í frönsku ölpunum, nánar tiltekið í Ossau dalnum/SS.