Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Besta rekstrarniðurstaða seinni ára hjá Auðhumlu

30.06.2021

Aðalfundur Auðhumlu var  haldinn 11. júní sl. á Hótel Selfossi. Á fundinum kom fram að hagnaður samstæðunnar  nam 357 milljónum króna sem er besta niðurstaða um nokkurra áraskeið. Covid 19 markaði rekstrarárið þar sem fyrirtækjamarkaður dróst mikið saman m.a.  þar sem ferðamannaiðnaðurinn varð fyrir miklu áfalli. Á hinn bóginn jókst verslunarmarkaðurinn sem vann að mestu upp þennan samdrátt. Eignir samstæðunnar námu í árslok 21,9 milljarði og bókfært eigið fé 11,9 milljarður eða 54,6%

Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa:

  • Ágúst Guðjónsson, Læk – formaður
  • Jóhanna Hreinsdóttir, Káraneskoti – varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir, Bryðjuholti – ritari

Meðstjórnendur:

  • Ásvaldur Æ Þormóðsson, Stóru-Tjörnum
  • Björgvin R. Gunnarsson, Núpi
  • Elín M. Stefánsdóttir, Fellshlíð
  • Óttar Bragi Þráinsson, Miklaholti

Varamenn voru kjörnir:

  • Linda B Ævarsdóttir, Steinnýjarstöðum
  • Haraldur Magnússon, Belgsholti
  • Anne B. Hansen, Smjördölum