Beint í efni

Beitin góð fyrir kýrnar

20.11.2017

Nýleg sænsk rannsókn á mismunandi gerðum af útivist kúa hefur leitt í ljós að meðal kúa sem er beitt á gras, í samanburði við kýr sem einungis fá að vera í útihólfi, eru líkur á dauða eða aflífun minni. Í Svíþjóð eiga allar kýr að fara út á sumrin en þar er þó ekki krafa um að þær fari á beit og því var þessi rannsókn áhugaverð enda víða við fjós einskonar útihólf eða útistíur þar sem kýrnar geta veri úti án þess að vera beint á beit.

Rannsóknin tók til gagna frá 146 kúabúum og í ljós kom að þar sem kýrnar þurftu að hafa meira fyrir því að ná í fóðrið sitt var heilsufarið einfaldlega betra. Gögnin voru sérstaklega skoðuð með aflífun kúa í huga, þ.e. hvaða ástæður lægju að baki mögulegri nauðsyn þess að aflífa kú eða kýr en í Svíþjóð er þetta hlutfall mjög hátt eða 7%.  Í 70% af tilvikanna, þegar aflífa þurfti kýr eða þær höfðu drepist, voru kýrnar með einhverskonar fótamein og/eða alvarlega júgurbólgu/SS.