Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Beitarkrafan eykur kostnaðinn verulega

11.10.2014

Líkt og kúabændur hér á landi þekkja vel, þá kostar það töluvert að beita kúm og mjólkurframleiðslan verður skiljanlega óhagkvæmari en þar sem kýr eru inni allt árið. Á þessu er reyndar munur á milli bæja. En hve mikið það kostar og hvað samkeppnisstaðan versnar mikið við þessa kröfu hefur verið erfitt að reikna út, þar til nú!

 

Í Svíþjóð er nefninlega einnig gerð þessi krafa, en þar búa hins vegar sænskir mjólkurframleiðendur ekki við mikinn skilning yfirvalda á auknum kostnaði vegna beitarkröfunnar og flæða því inn í landið mjólkurvörur frá löndum þar sem ekki er gerð krafa um beit kúa. Nú hafa þarlendir vísindamenn loksins farið í málið og í liðinni viku birtust niðurstöður Landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar (Jordbruksverket) um kostnaðinn við að beita til framleiðslu og þess að viðra kýr á grænum haga án framleiðslubeitar.

 

Niðurstöðurnar sýna að þó svo að finna megi einstaka bú sem tekst að beita kúm með hagkvæmum hætti þá tapa flestir kúabændur á beitinni. Þeir sem hleypa kúnum út á græn grös en hafa kýrnar á fullu fóðri í fjósi tapa 200-550 sænskum krónum (3.350-9150 íkr) á hverja kú eða sem nemur 250-685 þúsundum á hvert meðalbú í Svíþjóð. Þeir sem fullbeita kúnum (gefa ekki í fjósi) tapa hins vegar 1.000-1.250 sænskum krónum (16.650-20.000 íkr) á hverja kú eða sem nemur 1.250-1.500 þúsund krónum á hvert meðalbú í landinu og munar nú um minna. Tapið felst í vannýttri framleiðslugetu mjólkur, kostnaði vegna framleiðslusjúkdóma og aukinni vinnu við beit kúnna.

 

Niðurstöðurnar koma svo sem ekki á óvart, en styðja verulega baráttu sænskra kúabænda fyrir bótum vegna beitarkröfunnar, svo mæta megi óhagkvæmninni og efla samkeppnisstöðu þeirra gagnvart innflutningi/SS.