Beint í efni

Beint frá býli og VOR aðilar að BÍ

28.03.2018

Á nýliðnu Búnaðarþingi voru tvær nýjar aðildarumsóknir að Bændasamtökunum samþykktar. Ný aðildarfélög eru Beint frá býli og Verndun og ræktun (VOR), félag framleiðenda í lífrænum búskap.

Beint frá býli var stofnað 2008 og er tilgangur félagsins að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.

Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð. Þorgrímur Einar Guðbjartsson er formaður Beint frá býli.

VOR var stofnað 1993 og er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða. Formaður VOR er Gunnþór K. Guðfinnsson.

Grunnupplýsingar um félögin er að finna hér:

- Beint frá býli

- VOR