Beint í efni

Beingreiðslur í garðyrkju árið 2008

25.03.2008

Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur gert áætlun um beingreiðslur í garðyrkju á árinu 2008 á grundvelli áætlana framleiðenda um framleiðslu. Til ráðstöfunar eru 217 m. kr. sem skiptast milli afurða sbr. eftirfarandi:

Beingreiðslur.

Magn

Beingr.

80%

 

(m.kr.)

tonn

kr./kg

kr./kg

Gúrkur 79 1500 52,67 42,13
Paprika 32 150 213,33 170,67
Tómatar 106 1700 62,35 49,88

Í reglugerð um beingreiðslur í garðyrkju segir að beingreiðslur séu áætlaðar pr. kg miðað við áætlað sölumagn og greitt sé 80% af áætluðum beingreiðslum pr. kg sem fyrstu greiðslu eftir sölu hvers mánaðar.

Magn og beingreiðslur á kg árið 2007 voru sem hér segir:

Tonn 

kr./kg

Gúrkur 1.343,00 59,56
Paprika  146,7 218,07
Tómatar 1.602,80 66,75

Framleiðsluspá framleiðenda 2008 var á þessa vegu: 

 

 

Tonn 

Aukning, %

Gúrkur 1.550,50 15,4
Paprika   157,2 7,2
Tómatar  1.774,30 10,7