Beint í efni

Bein útsending frá Ársfundi Fagráðs í nautgriparækt

18.03.2010

Ársfundur Fagráðs í nautgriparækt verður í beinni útsendingu á netinu, fundurinn hefst kl. 13.00 og lýkur milli kl. 16-17. Horfa má á útsendinguna með því að smella hér. Athugið að hlekkurinn verður ekki virkur fyrr en kl. 13.

 

Ef áhorfendur vilja koma spurningum eða athugasemdum til frummælenda skulu þær sendar á lk@naut.is

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 

1. Framtíðaráherslur í íslenskri nautgriparækt.
 Magnús B. Jónsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautgriparæktarráðunautar Bændasamtaka Íslands.

 

2. Úrval út frá erfðamengi (genomic selection) í nautgriparækt .
 Jón Viðar Jónmundsson, búfjárræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands.


3. Erfðamengisval og framfarir í erfðavísindum
 Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautgriparæktarráðunautur  og Jón Hallsteinn Hallsson, lektor við LbhÍ.