Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Bannað að selja „Hey-mjólk“

14.02.2013

Undanfarin ár hefur all sérstakt vörumerki mjólkurvara náð góðri fótfestu í Austurríki, en það eru vörur sem eru sérmerktar sem „Hey-mjólk“, þ.e. koma frá kúm sem fá þurrhey sem fóður að vetrinum til. Alls fóru 400 milljón lítrar á síðasta ári í þessa framleiðslu en að baki markaðssetningunni standa samtökin Hay Milk Association sem kalla mætti á íslensku Heymjólkursamtökin. Í þessum samtökum eru 8.000 kúabændur og 60 afurðastöðvar í Austurríki.

 

Mjólk sem fer í þessar sérmerktu umbúðir er s.s. frá kúm sem er beitt á sumrin og fá ekki vothey sem vetrarfóður. Mjólk þessi hefur verið markaðssett sem „hreinasta mjólkin“ en sú fullyrðing fór fyrir brjóstið á öðrum kúabændum sem fóru fram á lögbann á sölu afurðanna og á þá kröfu hefur dómstóll í Salzburg fallist.

 

Mjólkin verður þó áfram bæði framleidd og seld en hana má ekki markaðssetja sem einhverskonar heilsuvöru eða með fullyrðingum um að mjólk þessi sé betri en önnur mjólk/SS.