Beint í efni

Bannað að selja „Hey-mjólk“

14.02.2013

Undanfarin ár hefur all sérstakt vörumerki mjólkurvara náð góðri fótfestu í Austurríki, en það eru vörur sem eru sérmerktar sem „Hey-mjólk“, þ.e. koma frá kúm sem fá þurrhey sem fóður að vetrinum til. Alls fóru 400 milljón lítrar á síðasta ári í þessa framleiðslu en að baki markaðssetningunni standa samtökin Hay Milk Association sem kalla mætti á íslensku Heymjólkursamtökin. Í þessum samtökum eru 8.000 kúabændur og 60 afurðastöðvar í Austurríki.

 

Mjólk sem fer í þessar sérmerktu umbúðir er s.s. frá kúm sem er beitt á sumrin og fá ekki vothey sem vetrarfóður. Mjólk þessi hefur verið markaðssett sem „hreinasta mjólkin“ en sú fullyrðing fór fyrir brjóstið á öðrum kúabændum sem fóru fram á lögbann á sölu afurðanna og á þá kröfu hefur dómstóll í Salzburg fallist.

 

Mjólkin verður þó áfram bæði framleidd og seld en hana má ekki markaðssetja sem einhverskonar heilsuvöru eða með fullyrðingum um að mjólk þessi sé betri en önnur mjólk/SS.