
Bandarískir kúabændur keyra mjólk á akra
28.10.2016
Vegna lágs afurðastöðvaverðs í Bandaríkjunum hafa nú ótal margir kúabændur bruðið á það ráð að bera mjólk á akra í stað þess að selja hana til afurðastöðva. Er þetta gert í þeim tilgangi að draga úr framboðinu á þarlendum markaði í þeirri von að afurðastöðvaverðið hækki og um leið að nýta næringarefni mjólkurinnar með einhverjum hætti í þágu rekstursins.
Alls benda útreikningar bandarísku landbúnaðarstofnunarinnar, USDA, að í ár hafi 163 milljónir lítra verið „nýttir“ með þessum hætti fyrstu níu mánuði ársins, magn sem er rúmlega ársframleiðsla mjólkur hér á landi/SS.