Beint í efni

Bandarískir kúabændur draga úr framleiðslu til að hækka verðið

09.07.2003

Samkomulag hefur tekist meðal bandarískra kúabænda innan NMPF (National Milk Producers Federation) um að draga úr framleiðslunni til að mögulega hækka verðið á mjólkinni til bænda, en verð til bænda á mjólk hefur ekki verið lægra í 25 ár, eða 18,43 Ískr/kíló. 70% allra kúabænda eru í NMPF og munu þessir bændur draga úr framleiðslunni sem nemur 540 milljónum kílóa, eða um 6,75% af landsframleiðslunni, en síðasta ár nam framleiðslan 80 milljörðum kílóa mjólkur.

 

Markmiðið hefur verið sett á að ná verðinu á mjólkinni upp fyrir 20 krónur/kíló og telja menn líkur á að slíkt geti gengið með framangreindum niðurskurði framleiðslunnar. Jafnframt hefur verið ákveðið að veita stórauknu markaðsfé til útflutnings á osti og smjöri.

 

Þeir bændur sem taka þátt í þessum aðgerðum fá bætur vegna þeirra kúa sem teknar eru úr framleiðslu fyrr en áætlað var. Gert er ráð fyrir að aukning í slátrun kúa nemi um 36.000 kúm, en geta má þess að heildarfjöldi kúa í Bandaríkjunum er um 9,2 milljónir.