Beint í efni

Bandarískir kúabændur bjartsýnir

29.11.2014

Það er hugur í bandarískum kúabændum þessa dagana samkvæmt fréttum þaðan og á það sérstaklega við kúabændur í kjötframleiðslu. Markaðsaðstæður hafa undanfarin misseri verið afar hagstæð fyrir þarlenda nautakjötsframleiðslu og eru nú margir kúabændur farnir að horfa til stækkunar búa sinna til þess að geta sinnt markaðinum enn betur.

 

Skýringin á góðu gengi felst m.a. í afar lágu verði, nú um stundir, á aðkeyptu fóðri samhliða stöðugt vaxandi eftirspurn eftir próteini í fæðu fólks. Samkvæmt samtökunum CattleFax þá hefur staðan í Bandaríkjunum ekki verið jafn vænleg til stækkunar og fjölgunar kúabúa í kjötframleiðslu þar í landi í tvo áratugi/SS.