
Bandarískar afurðastöðvar í útflutningssamvinnu
28.01.2017
Bandarískur útflutningur mjólkurvara er einkar áhugaverður en þar standa afurðastöðvarnar nefninlega saman að markaðssetningu erlendis og líkist aðferðarfræðin mjög því hvernig Nýsjálendingar standa að markaðssetningu á lambakjöti. Í Bandaríkjunum er starfandi sérstakt útflutningsráð mjólkurvara (U.S. Dairy Export Council – USDEC) og hefur það nýverið ráðið nýjan framkvæmdastjóra en það er Tom Vilsack en hann var áður skrifstofustjóri í Landbúnaðarráðuneytinu og er þekktur fyrir ákveðni.
Um leið og Tom þessi tók við hjá USDEC setti hann strax stefnuna á stóraukinn útflutning og hefur verið haft eftir honum að í samvinnu við bandarísk stjórnvöld þá eigi bandarísk mjólkurframleiðsla eftir að eflast verulega og láta til sín taka á erlendum mörkuðum. Í dag eru Bandaríkin þó ekki sérlega stór í útflutningi mjólkurvara í samanburði við þau lönd sem byggja á útflutningi. Þannig nemur útflutningur mjólkurvara í dag um 15,5% af árlegri framleiðslu landsins á mjólk/SS.