Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Bandarísk mjólk veldur ekki skeggvexti kvenna!

21.03.2013

Samtök afurðastöðva í Bandaríkjunum (NMPF) hafa á dögunum verið upptekin við að verja framleiðsluaðferðir þarlendra kúabænda, en afar algengt er að mjólkurmyndunarhormónið bovine somatotropin (bST) sé notað við framleiðsluna en með því má auka nyt kúnna um allt að 20%. Árið 1993 var heimiluð notkun á þessu hormóni og var það mikið notað í fyrstu en í dag er talið að um 15% kúabúa landsins noti þetta hormón við mjólkurframleiðsluna.

 

Það er einmitt þessi hormónanotkun sem samtökin hafa þurft að verja eftir að Nikolai Vlasov, yfirmaður við rússnesku matvælastofnunina, hélt því fram að konur sem drekka bandaríska mjólk eigi á hættu á að fá óskilegan hárvöxt í andliti og geti fengið önnur karlkyns útlitseinkenni.

 

NMPF hafa gert sitt besta til þess að bera þetta til baka og koma á framfæri upplýsingum s.s. að bST sé ekki hormón sem hafi nokkur áhrif á fólk enda hafa samtökin bent á að allar kýr framleiði þetta hormón. En fullyrðingar NMPF hafa haft lítil áhrif til þessa.

 

Vissulega læðist sá grunur að mörgum að um bragð sé að ræða til þess að draga úr tiltrú neytenda í Rússlandi á innfluttum mjólkurvörum frá Bandaríkjunum. En í Rússlandi, þar sem fólk tekur nokkuð gagnrýnislaust við upplýsingum frá opinberum aðilum, hafa svona fullyrðingar verulega þýðingu.

 

Rússland getur ekki bannað innflutning mjólkurvaranna vegna þeirra samninga sem landið hefur skrifað undir en fóru þá bara þá leið að draga hraustlega úr áliti neytenda á vörunum og svo virðist sem að vísindalegar staðreyndir vegi nú ekki sérlega þungt þegar yfirmenn matvælamála tjá sig opinberlega/SS.