Beint í efni

Bandaríkjamenn spá í 2012

07.01.2012

Samkvæmt frétt Dairy Markets spá bandarískir kauphéðnar nú auknum innflutningi mjólkurvara árið 2012 í Mið-Austurlöndum, Indlandi, Rússlandi og Venúsúela. Telja þessir spekúlantar að markaður fyrir mjólkurvörur muni halda áfram að vaxa all nokkuð frá árinu 2011 og mun Kína áfram vera miðdepill þeirrar vaxtarþróunar. Þó koma framangreind svæði sterk inn einnig, samhliða auknum kaupvexti heimamanna.

 

Talið er að mjólkurduft muni eiga sérlega vel upp á pallborð viðskiptamann aí Venezuela en eftirspurn eftir smjöri verði einna mest í Indlandi, sem og eftir undanrennudufti. Þá má geta þess að í kjölfar inngöngu Rússlands í WTO opnast þar mögulega ný tækifæri fyrir innflutning tilbúinna vara/SS.