Bandaríkjamenn merkja unnið nautakjöt betur
24.08.2015
Það er margt skrýtið í kýrhausnum og það ekki bara hér á naut.is. Vestur í Bandaríkjunum, þar sem þykir t.d. eðlilegt að nota hormóna til þess að hraða vexti nautgripa, er frá maí á næsta ári verður skylt að merkja allt nautakjöt sem hefur verið meðhöndlað sérstaklega með vélum til þess að auka meyrni kjötsins. Þetta er gert að sögn til þess að efla öryggi neytenda og gefa þeim betri upplýsingar um uppruna kjötsins. Eftir sem áður má þó ekki taka sérstaklega fram ef kjötið er framleitt án hormóna!
Skýringin á þessar nýju kröfu er reyndar afar eðlileg en þegar nautakjöt er meðhöndlað með vélum, svo það verði mýkra undir tönn, þá er kjötið margstungið með sérstökum teinum eða skorið með fínum hnífum. Um leið eykst hættan á því að bakteríur berist inn í vöðvann sjálfan og því þykir rétt að merkja kjötið sérstaklega, svo neytendur vari sig á þessu og gegnsteiki slíkt nautakjöt/SS.