Bandaríkjamenn hafna sérmerkingum á erfðabreyttum matvælum !
08.11.2002
Í tengslum við þingkosningarnar í Bandaríkjunum 5. nóvember sl. gátu kjósendur í fylkinu Oregon einnig kosið um það hvort fylkið myndi verða hið fyrsta í Bandaríkjunum til að skilda fyrirtæki í matvælaiðnaði til að sérmerkja matvæli sem innihalda erfðabreytt hráefni. Andstaða við frumvarpið var mjög mikil meðal stórra iðnfyrirtækja og samkvæmt blaðinu USA Today settu þrjú stærstu fyrirtækin (Monsanto, Dow og DuPont) hátt í hálfan milljarð íslenskra króna í kosningabaráttu gegn frumvarpinu.
Önnur fyrirtæki sem einnig stóðu fyrir baráttu gegn frumvarpinu voru ýmis þekkt fyrirtæki s.s. Heinz, General Mills, Hershey, Kellogg og PepsiCo.
Þeir sem börðust fyrir frumvarpinu áttu vissulega við ofurefli að etja enda var fjármagnið til kynninga af skronum skammti, eða rétt um ein milljón íslenskra króna!
Eins og áður segir höfnuðu íbúar Oregon frumvarpinu með afgerandi hætti (rúm 70% á móti)!
Heimild: Maskinbladet Online