Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Bandaríkin taka franskt nautakjöt í sátt

25.01.2017

13. janúar ákváðu bandarísk stjórnvöld að fella niður bann gegn innflutningi á nautakjöti frá Frakklandi en bannið var sett á fyrir 19 árum, vegna ótta við að kúariða gæti borist til Bandaríkjanna. Frakkland er einungis fjórða land Evrópusambandsins sem hefur fengið heimild til innflutnings á nautakjöti til Bandaríkjanna, eftir að lokað var á allan innflutning frá Evrópusambandinu á sínum tíma. Hin þrjú löndin eru Litháen, Írland og Holland. Önnur lönd eru enn úti í kuldanum og meta Bandarísk stjórnvöld það svo að ekki sé að fullu tryggt að kjöt frá öðrum löndum Evrópusambandsins sé í lagi.
Mörgum hér á landi kann að koma þessi aftaða bandarískra stjórnvalda nokkuð á óvart, enda heimilt að flytja hingað til lands nautakjöt frá öllum löndum Evrópusambandsins. Samkvæmt fréttaskýringu GlobalMeat á málinu segir að skýringin á því hve erfitt sé að fá innflutningsheimild til Bandaríkjanna felist í umfangsmiklum öryggis- og gæðakröfum bandarískra stjórnvalda til innflutts kjöts/SS.