Beint í efni

Bandaríkin: Stefnir í metframleiðslu á kjöti

24.01.2018

Samkvæmt spá bandarísku matvælastofnunarinnar stefnir í metframleiðslu á kjöti á þessu ári í Bandaríkjunum. Það er mikil eftirspurn eftir nauta- og svínakjöti víða um heim sem hefur ýtt verulega á bandaríska bændur sem virðast ætla að svara eftirspurninni með mikilli aukningu á árinu. Talið er að aukningin á framleiðslu nautakjöts muni verða um 5% og að heildarframleiðsla ársins verði um 12,2 milljónir tonna!

Bandaríkin eru umfangsmikil í útflutning á kjöti og þó að bæði kjúklinga og svínakjöt sé áberandi í útflutningstölum er nautakjötið einnig umsvifamikið á þeim markaði. Á síðasta ári jókst útflutningur nautakjöts um 14% miðað við árið 2016 og bendir fátt til annars en að árið í ár muni einnig verða afar jákvætt fyrir bandaríska útflytjendur á nautakjöti/SS.