
Bandaríkin: Plöntudrykkir ógna lífrænt vottaðri mjólk
12.01.2018
Undanfarin ár hefur neysla á svokölluðum plöntudrykkjum sem minna um margt á mjólk aukist verulega víða um heim og er nú svo komið að þessir drykkir eru svo vinsælir í Bandaríkjunum að þeir hafa haft veruleg áhrif á drykkjarmarkaðinn. Þetta hefur aðallega gengið yfir lífrænt vottaða mjólk og virðist sem sá neytendahópur sem áður keypti lífrænt vottaða mjólk hafi skipt henni út með plöntudrykkjum sem oft eru gerðir úr sojabaunum eða möndlum.
Vegna þessara breyttu aðstæðna hafa margar afurðastöðvar neyðst til að bæði lækka afurðastöðvaverðið sem og sett á einskonar kvótakerfi til þess að stýra framleiðslunni. Þá hafa sumar einnig neyðst til að selja hina lífrænt vottuðu mjólk sem hefðbundna mjólk með tilheyrandi tapi/SS.