Beint í efni

Bandaríkin krefjast upprunamerkingar matvæla!

10.04.2012

Í Bandaríkjunum er all merkilegt mál nú í gangi en það fjallar um heimildir þarlendra til þess að krefjast upprunamerkinga! Vafalítið þekkja margir lesendur naut.is til umræðna um heimildir bandarískra kúabænda til þess að nota hormóna í bæði kjöt- og mjólkurframleiðslu sinni og baráttu afurðastöðva gegn því að vörurnar væru merktar sérstaklega vegna þessa. Því er svolítið brosleg baráttan nú, en hún snýst um að krefjast þess að innflutt kjöt sé upprunamerkt því landi sem það kemur frá.

 

Nú ber svo við að WTO hefur hafnað þeirri kröfu bandarískra stjórnvalda um að merkja beri kjötið upprunalandi sínu en það voru Kanada og Mexíkó sem kærðu bandarísku merkingalögin á þeim grundvelli að krafa um merkingu væri í raun viðskiptahindrun. WTO hefur nú fallist á þessi rök en Bandaríkin hafa áfrýjað úrskurðinum  sem frestar gildistökunni um einhverja mánuði. Málið er sér í lagi sérstakt þar sem stærstu löndin sem kaupa nautakjöt frá bandarískum kúabændum eru einmitt Mexíkó og Kanada/SS.