Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Bandaríkin kaupa upp birgðir af ostum

04.10.2016

Bandaríska ríkisstjórnin hefur frekar skýra stefnu þegar kemur að landbúnaðarmálum og styrkir ekki beint framleiðsluna en kemur hins vegar oft inn með stuðningsaðgerðir sé afurðaverð lágt. Nýverið var t.d. samþykkt að kaupa osta af þarlendum bændum til þess að draga úr gríðarlega hárri birgðarstöðu.

 

Alls keypti bandaríska ríkið cheddar osta fyrir 20 milljónir dollara eða fyrir um 2,3 milljarða króna og er þetta ekki í fyrsta skipti á árinu sem ríkisstjórnin grípur til aðgerða. Afurðastöðvaverð í Bandaríkjunum hafði fallið um 35% síðustu tvö ár og nú hefur verið ákveðið að berjast fyrir því að koma í veg fyrir að verðið lækki frekar. Líkur eru á því að það gangi eftir, enda hefur heimsmarkaðsverð mjólkurvara verið á góðri siglingu upp á við undanfarna mánuði. Osturinn sem keyptur var, hefur nú þegar verið gefinn til matarhjálpar/SS.