Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Bandaríkin hafna innflutningi frá Brasilíu

28.06.2017

Bandarísk yfirvöld ákváðu í lok síðustu viku að stöðva allan innflutning á nautgripakjöti frá Brasilíu. Var þetta gert til þess að tryggja matvælaöryggið í Bandaríkjunum, en í mars sl. komst upp um umfangsmikið svindl með kjöt og kjötvörur í Brasilíu. Síðan hafa bandarísk stjórnvöld tekið sýni úr mun hærra hlutfalli af innfluttu kjöti frá Brasilíu og hefur þessi aukna sýnataka leitt til þess að frá því í mars hefur 862 tonnum af innfluttu brasilísku kjöti verið fargað, þar sem kjötið var ekki talið hæft til neyslu.

Þetta mikla magn svarar til þess að 11% alls innflutts kjöts frá Brasilíu hafi verið óhæft til neyslu og er það auðvitað langum hærra hlutfall en nokkur stjórnvöld geta sætt sig við. Í fyrstu var yfirvöldum í Brasilíu gefið tækifæri til þess að ná tökum á ástandinu en lítið gerðist. Nú hafa svo bandarísku yfirvöldin misst þolinmæðina og þar til brasilísk stjórnvöld ná tökum á ástandinu verður engu kjöti frá Brasilíu hleypt inn til Bandaríkjanna/SS.