Beint í efni

Bandaríkin auka styrki til bænda

30.01.2003

22. janúar sl. var samþykkt á bandaríkjaþingi að veita bandarískum bændum rúmlega 250 milljarða í viðbótarstyrki á árinu 2003! Ástæðan er sögð sérstakar veðurfarsaðstæður á síðasta ári sem orsakaði uppskerubrest hjá fjölmörgum bændum. Auk þessa gríðarlega stuðnings hefur verið gefin heimild fyrir frekari styrkjum til bænda í Bandaríkjunum, ef veðráttan heldur áfram að spilla ræktun.

Styrkurinn frá ríkinu rennur til þeirra fylkja sem hafa orðið verst úti, en einnig til annarra fylkja og bænda þar sem sýnt er fram á meira en 35% tap á síðasta ári.

 

Á sama tíma og þessir miklu viðbótarfjármunir eru settir út til bændanna í Bandaríkunum, hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna lagt þunga áherslu í samninganefnd WTO (Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar) að styrkir til landbúnaðar í heiminum verði skornir verulega niður. Í því sambandi hefur þó ekkert verið talað um sérstaka styrki vegna breytilegs veðurfars! / SS