Beint í efni

Bætt mjólkurgæði – aukin afkoma

27.01.2009

Námskeið fyrir mjólkurframleiðendur og starfsfólk í fjósum.

 

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnþætti varðandi uppbyggingu júgursins og mjólkurmyndunar.

Fjallað verður um mjaltatækni, nýjungar, vinnusparandi tækni sem og mjaltaþjóna.

Rætt um júgurbólgu, aðgerðir gegn henni og nýjungar á því sviði. Lögð áhersla á þá mikilvægu þætti sem

hafa áhrif á efnainnihald mjólkur og tengsla hennar við afkomu búsins.

Leiðbeinandi: Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri búrekstrarsviðs LbhÍ.

Staður og stund:

þri. 3. feb. kl. 10:00-16:30 (8 kennslustundir) í kennslustofu fjóssins á Hvanneyri.
fim. 26. feb. kl. 10:00-16:30 (8 kennslustundir) á Möðruvöllum í Hörgárdal, Eyjafirði
 

Verð: 14.000 kr.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2000 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

 

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 8435302/ 433 5000.

 

Starfsmenntasjóður bænda veitir styrki, gegn umsóknum, til endurmenntunar starfandi bænda (www.bondi.is)