Beint í efni

Bætt gæði nautakjöts með erfðaupplýsingum

11.01.2012

Sænski landbúnaðarháskólinn (SLU) er nú að ljúka þriggja ára leiðangri, sem farið var í í þeim tilgangi að reyna að staðsetja og finna þau gen sem stjórna meyrni og bragði nautakjöts. Vísindamenn háskólans vonast nú til þess, í kjölfar góðra niðurstaðna verkefnisins, að geta bætt þessa eiginleika svo gæðin verði jafnari. Þar sem nú liggur fyrir hvaða erfðaþættir stjórna þessum gæðaþáttum við framleiðslu nautakjöts vonast vísindamennirnir til þess að unnt verði að taka eiginleikann upp í kynbótamati og þannig flýta fyrir jafnari gæðum nauta í framtíðinni/SS.