
Bændur skapa verðmæti allan ársins hring
13.04.2012
Bændasamtökin kynna þessa dagana þau verðmæti sem felast í íslenskum landbúnaði. Nýlega birtist auglýsing í blöðum með mynd af fjölskyldunni á Ytra-Lóni á Langanesi þar sem sagt er frá þeim fjölda starfa sem tengjast landbúnaði og þeirri verðmætasköpun sem felst í búvöruframleiðslunni.
Í auglýsingunni kemur fram að 11.000 störf tengist atvinnuveginum og að á síðasta ári hafi útflutningsverðmæti landbúnaðarvara og ferðaþjónustu við erlenda ferðamenn í sveitum numið 8,3 milljörðum króna.
Með þessum skilaboðum senda bændur vorkveðjur úr sveitinni!

Í auglýsingunni kemur fram að 11.000 störf tengist atvinnuveginum og að á síðasta ári hafi útflutningsverðmæti landbúnaðarvara og ferðaþjónustu við erlenda ferðamenn í sveitum numið 8,3 milljörðum króna.
Með þessum skilaboðum senda bændur vorkveðjur úr sveitinni!
