Beint í efni

Bændur samþykktu breytingar á sauðfjársamningi

04.03.2019

Kosningu er lokið á meðal sauðfjárbænda um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. Kosningin var rafræn og liggja niðurstöður fyrir.

Bændur samþykktu breytingarnar á samningnum með 68,12% greiddra atkvæða. 30,24% höfnuðu samkomulaginu og 1,64% tóku ekki afstöðu.

705 aðilar samþykktu en 313 höfnuðu samkomulaginu. 17 tóku ekki afstöðu.

Alls voru 2.297 á kjörskrá en atkvæði greiddu 1.035 eða 45%.

Spurt var: Samþykkir þú samkomulag frá 11. janúar 2019 um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar?