Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Bændur samþykktu breytingar á sauðfjársamningi

04.03.2019

Kosningu er lokið á meðal sauðfjárbænda um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. Kosningin var rafræn og liggja niðurstöður fyrir.

Bændur samþykktu breytingarnar á samningnum með 68,12% greiddra atkvæða. 30,24% höfnuðu samkomulaginu og 1,64% tóku ekki afstöðu.

705 aðilar samþykktu en 313 höfnuðu samkomulaginu. 17 tóku ekki afstöðu.

Alls voru 2.297 á kjörskrá en atkvæði greiddu 1.035 eða 45%.

Spurt var: Samþykkir þú samkomulag frá 11. janúar 2019 um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar?