
Bændur ræða um endurskoðun á félagskerfinu
12.11.2013
Formannafundur aðildarfélaga BÍ stendur nú yfir í Bændahöllinni. Á fundinn mæta formenn og framkvæmdastjórar búgreinafélaga og búnaðarsambanda ásamt fulltrúum BÍ. Til umræðu eru þau mál sem eru efst á baugi og meðal annars er farið yfir úrvinnslu búnaðarþingsmála. Á dagskránni er að ræða um erfðabreytt matvæli og ræktun erfðabreyttra lífvera ásamt endurskoðun á félagskerfi bænda.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við upphaf fundarins í morgun en hann stendur fram eftir degi.






Meðfylgjandi myndir voru teknar við upphaf fundarins í morgun en hann stendur fram eftir degi.





