Beint í efni

Bændur í ljósvakamiðlum

19.12.2008

Vert er að vekja athygli á því að hér neðar á síðunni (undir Fjölmiðlar og almannatengsl) er að finna tengil á undirsíðu, (Útvarps- og sjónvarpsupptökur) þar sem markmiðið er að halda til haga fréttaupptökum, viðtölum og öðru efni á ljósvakamiðlunum sem kann að vekja athygli áhugafólks um málefni landsbyggðarinnar og bænda.

Nýjasta efnið á síðunni er viðtal við Harald Benediktsson, formann Bændasamtaka Íslands, frá 18. desember sl. á Morgunvakt Rásar 1 um eftirmála bændafundanna; andstaða Bændasamtakanna gegn inngöngu í ESB og afnám verðtryggingar á búvörusamninga. > Hlusta (viðtalið er rétt eftir miðju þáttarins)

Einhverjir tenglar úreldast með tímanum. Eru notendur beðnir um að láta vita af slíku með tölvupósti á netfangið smh@bondi.is. Þá eru ábendingar um efni, þar sem málefni landbúnaðarins eru til umfjöllunar, vel þegnar.