Bændur í Bretlandi fá heimild til að selja alla mjólk með einu samvinnufélagi
18.08.2003
Breskir bændur, sem standa að samtökunum „Farmers For Action“ (FFA), hafa fengið jákvæð svör frá yfirvöldum um að stofna fyrirtæki á landsvísu sem verði milliliður á milli bænda og afurðastöðva. Markmiðið með fyrirtækinu er fyrst og fremst að losa tök afurðastöðva á bændum og að ná með því hagstæðara verði á afurðunum til bænda.
Fram kemur á vef FWi að það hafi í raun komið bændunum á óvart að þeir skildu fá jákvæð viðbrögð við því að eitt fyrirtæki bænda gæti selt alla mjólk framleidda í Bretlandi. Eina skilyrðið er að fyrirtækið má ekki mismuna kaupendum mjólkurinnar.