Beint í efni

Bændur hvattir til þátttöku í kosningunum

22.05.2009

Nú þegar allir sauðfjár- og kúabændur ættu að hafa fengið kjörgögn i hendur vegna atkvæðagreiðslunnar um breytingar á búvörusamningi, er vert að hvetja alla til þátttöku í kosningunum. Minnt er á að atkvæðaseðlar skulu hafa borist til skrifstofu Bændasamtaka Íslands ekki síðar en 29. maí nk. Talning atkvæða fer fram þriðjudaginn 2. júní og verða niðurstöður kunngjörðar strax að lokinni talningu.

Upplýsingar um breytingar á samningunum og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar má sjá hér, en sjá má umfjöllun um kosningarnar og kynningarfundina á samningunum í síðasta Bændablaði hér.