Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Bændur bjóða í kjötsúpuveislu

21.10.2009

Í tengslum við matreiðsluþættina "Eldum íslenskt", sem sýndir eru á ÍNN og mbl.is, ætla bændur að bjóða upp á ekta íslenska kjötsúpu í verslunum Krónunnar á Granda og í Lindum Kópavogi fimmtudaginn 22. okt. og föstudaginn 23. okt. kl. 16:00. Tiltækið er unnið í samstarfi Krónunnar, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtakanna, ÍNN, mbl.is og matreiðslumanna í "Eldum íslenskt". Það verða kokkar af Grillinu á Hótel Sögu, Bjarni G. Kristinsson og Þráinn Freyr Vigfússon sem hafa veg og vanda af súpugerðinni.



Heitir kjötsúpupottar verða á eftirtöldum stöðum:

Fimmtudagurinn 22. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl. 16:00.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl. 16:00.

Föstudagurinn 23. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl. 16:00.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl. 16:00.

Matvöruverslanir Krónunnar munu á næstunni merkja valdar íslenskar búvörur með merki "Eldum íslenskt" matreiðsluþáttanna. Ef varan er merkt með Eldum íslenskt límmiðanum geta viðskiptavinir farið inn á mbl.is og horft á matreiðslumenn elda viðkomandi vöru og gefa góð ráð. Á vefnum er líka hægt að nálgast uppskriftir ásamt fleiri fróðleik.