Beint í efni

Bændur bjóða í kjötsúpuveislu

21.10.2009

Í tengslum við matreiðsluþættina "Eldum íslenskt", sem sýndir eru á ÍNN og mbl.is, ætla bændur að bjóða upp á ekta íslenska kjötsúpu í verslunum Krónunnar á Granda og í Lindum Kópavogi fimmtudaginn 22. okt. og föstudaginn 23. okt. kl. 16:00. Tiltækið er unnið í samstarfi Krónunnar, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtakanna, ÍNN, mbl.is og matreiðslumanna í "Eldum íslenskt". Það verða kokkar af Grillinu á Hótel Sögu, Bjarni G. Kristinsson og Þráinn Freyr Vigfússon sem hafa veg og vanda af súpugerðinni.



Heitir kjötsúpupottar verða á eftirtöldum stöðum:

Fimmtudagurinn 22. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl. 16:00.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl. 16:00.

Föstudagurinn 23. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl. 16:00.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl. 16:00.

Matvöruverslanir Krónunnar munu á næstunni merkja valdar íslenskar búvörur með merki "Eldum íslenskt" matreiðsluþáttanna. Ef varan er merkt með Eldum íslenskt límmiðanum geta viðskiptavinir farið inn á mbl.is og horft á matreiðslumenn elda viðkomandi vöru og gefa góð ráð. Á vefnum er líka hægt að nálgast uppskriftir ásamt fleiri fróðleik.