Beint í efni

BÆNDUR ATHUGIÐ!

04.06.2004

Mánudaginn 7. júní næstkomandi kl. 11:00 mun ISS Ísland ehf. standa fyrir kynningu á þrifum og sótthreinsun í fjósum í samvinnu við Einar Haraldsson bónda á Urriðafossi í Villingaholtshreppi. Kynningin verður með þeim hætti að hluti fjóssins verður þrifinn og gestum boðið að skoða árangurinn. Aðilar frá ISS verða á staðnum til að kynna ávinning og mikilvægi reglulegra þrifa í fjósum ásamt því að kynna nýjungar í sótthreinsun. Einar og Lilja munu svo bjóða gestum upp á kaffi og meðlæti. 

Á heimasíðu ISS Ísland ehf. segir að fyrirtækið sé stærsta fyrirtæki landsins á sviði fasteignaumsjónar, s.s. daglegra ræstinga, lóðar-, kaffi- og matstofuumsjónar og þrifa í matvælaiðnaði og hefur það starfað í 24 ár. ISS er starfrækt í 37 löndum.

 

Heimasíða ISS Ísland ehf er www.iss.is