Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

BÆNDUR ATHUGIÐ!

04.06.2004

Mánudaginn 7. júní næstkomandi kl. 11:00 mun ISS Ísland ehf. standa fyrir kynningu á þrifum og sótthreinsun í fjósum í samvinnu við Einar Haraldsson bónda á Urriðafossi í Villingaholtshreppi. Kynningin verður með þeim hætti að hluti fjóssins verður þrifinn og gestum boðið að skoða árangurinn. Aðilar frá ISS verða á staðnum til að kynna ávinning og mikilvægi reglulegra þrifa í fjósum ásamt því að kynna nýjungar í sótthreinsun. Einar og Lilja munu svo bjóða gestum upp á kaffi og meðlæti. 

Á heimasíðu ISS Ísland ehf. segir að fyrirtækið sé stærsta fyrirtæki landsins á sviði fasteignaumsjónar, s.s. daglegra ræstinga, lóðar-, kaffi- og matstofuumsjónar og þrifa í matvælaiðnaði og hefur það starfað í 24 ár. ISS er starfrækt í 37 löndum.

 

Heimasíða ISS Ísland ehf er www.iss.is