Beint í efni

Bændur almennt ánægðir með skýrsluna um stöðumat

24.02.2004

Í gær héldu Félag kúabænda á Suðurlandi og Búgreinaráð BSE í nautgriparækt fundi, þar sem rætt var um nýútkomna skýrslu um „Stefnumótun í mjólkurframleiðslu“. Fundirnir voru annarsvegar í Vík í Mýrdal og í Eyjafirði lýstu fundarmenn almennri ánægju með að vinnu við skýrsluna væri lokið og hvöttu til skjótrar vinnu við frágang nýs mjólkursamnings.

Margir fundarmenn lýstu þó áhyggjum sínum af hugsanlegum takmörkunum á bústærð og lögðu áherslu á að bústærð yrði ekki bundin við of litla mjólkurframleiðslu.

 

Skýrslan um „Stefnumótun í mjólkurframleiðslu“ hefur nú verið birt í heild sinni á neti landbúnaðarráðuneytisins og má lesa með því að smella hér.