
Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði
28.06.2021
Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Samningur var undirritaður fyrr í mánuðinum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindráðuneytið um að stækka verkefnið og bjóða fimmtán búum í nautgriparækt að hefja þátttöku í haust.
Þátttakendur gera skriflega aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn, hrinda loftslagsmarkmiðum í framkvæmd og eru virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausunum. Þátttakendur fá heildstæða ráðgjöf, fræðslu og aðhald frá RML, Landgræðslunni og Skógræktinni. Auk þessa þátttökustyrk, styrk til efnagreininga og þegar líður á verkefnið aðgerða- og árangurstengdar greiðslur.
Í dag eru 27 sauðfjárbú í verkefninu, öll í gæðastýrðri sauðfjárrækt, staðsett víðsvegar á landinu. Öll hafa sett sér aðgerðaáætlun og eru byrjuð að vinna að loftslagsvænum markmiðum. Bændur í nautgriparækt er boðnir velkomnir í hópinn.
Áhugasamir um þátttöku geta sótt um á vefsíðu RML, www.rml.is, eða haft samband við Berglindi Ósk Alfreðsdóttur, verkefnastjóra, í síma 516-5000 eða á berglind@rml.is