
Bændasamtökin óska frekari skýringa á stöðu landbúnaðar í samningaferlinu við ESB
12.10.2010
Bændasamtök Íslands sendu utanríkisráðherra Íslands og utanríkismálanefnd Alþingis bréf þann 22. sept. þar sem þess var krafist að staða landbúnaðarins í samningaferlinu við Evrópusambandið yrði skýrð. Að mati samtakanna hafa bæði stjórnvöld og ESB þrýst verulega á um að stjórnsýsla og löggjöf verði aðlöguð að reglum sambandsins á meðan á aðildarviðræðum stendur og áður en aðildarumsókn hefur fengið stjórnskipulega meðferð.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sendi BÍ svarbréf 1. október sl. þar sem m.a. kemur fram að það sé „kristaltært“ að aðlögun að sameiginlegu landbúnaðarstefnunni sé ekki á dagskrá áður en þjóðin hefur samþykkt aðildarsamning Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá sagði ráðherra einnig að ef breytingar yrðu gerðar á íslenskum landbúnaði fyrir þann tíma væri það sjálfstæð ákvörðun innanlands. Össur tók fram að hann efaðist um að viðhorf BÍ til málsins væru í þágu hagsmuna umbjóðenda þeirra. Sagði hann að engin leið væri betri til að tryggja hag hins almenna bónda og íslensks landbúnaðar en að fulltrúar þeirra og forysta Bændasamtakanna hefði sjálfstraust til að taka þátt í samningunum af fullum þrótti.
Haraldur Benediktsson formaður BÍ sagði að ástæða væri til að gera alvarlega athugasemd við þá aðdróttun sem kæmi fram í bréfi ráðherra að forystumenn bænda hefðu ekki sjálfstraust til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda þegar um aðlögun að kröfum ESB er að ræða. „Afstaðan, sem býr að baki slíku orðavali, er ekki til þess fallin að skapa traust á milli aðila þegar um málefni sem þetta er að ræða. Ráðherrann getur ekki með þessu varpað ábyrgð sinni á umsóknarferlinu á bændur og bændasamtök, afstaða þeirra hefur alltaf verið ljós“ sagði Haraldur.
Í kjölfarið á svarbréfi Össurar Skarphéðinssonar sendu BÍ annað bréf þar sem farið var fram á að nokkur atriði yrðu skýrð nánar og staðfest. Þar vilja samtökin m.a. fá staðfestingu á því að aðlögun að sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB muni ekki fara fram, hvorki í heild sinni né að hluta, fyrr en landsmenn hafi samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá spyrja samtökin að því hvort hægt sé að ganga að því sem vísu að engin ákvörðun verði tekin um undirbúning og áætlanagerð vegna hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB nema að höfðu samráði við og með samþykki Bændasamtaka Íslands.
Bréfaskriftir á milli BÍ og utanríkisráðherra er að finna hér undir:
Bréf BÍ til utanríkisráðherra – 11. október
Svarbréf utanríkisráðherra – 1. október
Bréf BÍ til utanríkisráðherra – 22. september
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sendi BÍ svarbréf 1. október sl. þar sem m.a. kemur fram að það sé „kristaltært“ að aðlögun að sameiginlegu landbúnaðarstefnunni sé ekki á dagskrá áður en þjóðin hefur samþykkt aðildarsamning Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá sagði ráðherra einnig að ef breytingar yrðu gerðar á íslenskum landbúnaði fyrir þann tíma væri það sjálfstæð ákvörðun innanlands. Össur tók fram að hann efaðist um að viðhorf BÍ til málsins væru í þágu hagsmuna umbjóðenda þeirra. Sagði hann að engin leið væri betri til að tryggja hag hins almenna bónda og íslensks landbúnaðar en að fulltrúar þeirra og forysta Bændasamtakanna hefði sjálfstraust til að taka þátt í samningunum af fullum þrótti.
Haraldur Benediktsson formaður BÍ sagði að ástæða væri til að gera alvarlega athugasemd við þá aðdróttun sem kæmi fram í bréfi ráðherra að forystumenn bænda hefðu ekki sjálfstraust til að gæta hagsmuna sinna umbjóðenda þegar um aðlögun að kröfum ESB er að ræða. „Afstaðan, sem býr að baki slíku orðavali, er ekki til þess fallin að skapa traust á milli aðila þegar um málefni sem þetta er að ræða. Ráðherrann getur ekki með þessu varpað ábyrgð sinni á umsóknarferlinu á bændur og bændasamtök, afstaða þeirra hefur alltaf verið ljós“ sagði Haraldur.
Í kjölfarið á svarbréfi Össurar Skarphéðinssonar sendu BÍ annað bréf þar sem farið var fram á að nokkur atriði yrðu skýrð nánar og staðfest. Þar vilja samtökin m.a. fá staðfestingu á því að aðlögun að sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB muni ekki fara fram, hvorki í heild sinni né að hluta, fyrr en landsmenn hafi samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá spyrja samtökin að því hvort hægt sé að ganga að því sem vísu að engin ákvörðun verði tekin um undirbúning og áætlanagerð vegna hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB nema að höfðu samráði við og með samþykki Bændasamtaka Íslands.
Bréfaskriftir á milli BÍ og utanríkisráðherra er að finna hér undir:
Bréf BÍ til utanríkisráðherra – 11. október
Svarbréf utanríkisráðherra – 1. október
Bréf BÍ til utanríkisráðherra – 22. september