Beint í efni

Bændasamtökin óska eftir spurningalistum ESB á íslensku

11.09.2009

Bændasamtök Íslands hafa sent utanríkisráðuneytinu erindi og óskað eftir því að fá í hendur íslenska útgáfu spurningalista Evrópusambandsins sem fjallar um landbúnaðarmál eða varða félagsmenn BÍ sérstaklega. Í bréfi samtakanna segir að þetta sé nauðsynlegt svo kynna megi félagsmönnum spurningarnar. 

Bændasamtökin lögðu áherslu á í erindinu að utanríkisráðuneytið kynnti bændum með góðum fyrirvara svör um landbúnaðar- og byggðamál áður en þau verða send til ESB. Enn fremur fara samtökin fram á að sjónarmið þeirra varðandi hugsanlegan aðildarsamning verði látin fylgja nefndum svörum.