
Bændasamtökin fordæma vanrækslu og illa meðferð dýra
21.01.2022
Í ljósi þess að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á nautgripum á bóndabæ hér á landi vill stjórn Bændasamtaka Íslands koma eftirfarandi á framfæri:
Bændasamtök Íslands fordæma hvers kyns illa meðferð á dýrum, vanrækslu og slæman aðbúnað.
Bændasamtök Íslands hafa ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar og í fremstu röð hvað varðar dýravelferð og góðan aðbúnað. Það er jákvætt að eftirlitið skuli virka og kalla samtökin eftir því að það verði eflt enn frekar, enda velferð og siðleg meðferð bústofna grundvöllur sjálfbærrar og heilnæmrar matvælaframleiðslu. Bændasamtökin gera ríka kröfu til félagsmanna sinna að uppfylla skilyrði varðandi velferð og aðbúnað í starfsemi sinni og munu ávalt taka afstöðu með velferðarsjónarmiðum í landbúnaði.
Bændasamtök Íslands hafa ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar og í fremstu röð hvað varðar dýravelferð og góðan aðbúnað. Það er jákvætt að eftirlitið skuli virka og kalla samtökin eftir því að það verði eflt enn frekar, enda velferð og siðleg meðferð bústofna grundvöllur sjálfbærrar og heilnæmrar matvælaframleiðslu. Bændasamtökin gera ríka kröfu til félagsmanna sinna að uppfylla skilyrði varðandi velferð og aðbúnað í starfsemi sinni og munu ávalt taka afstöðu með velferðarsjónarmiðum í landbúnaði.