Beint í efni

Bændasamtökin flytja í Borgartúnið

12.05.2022

Hinn 20. desember síðastliðinn skrifuðu ríkið og Félagsstofnun stúdenta undir samning við félag í eigu Bændasamtaka Íslands um kaup á Hótel Sögu í Vesturbæ Reykjavíkur. Skrifstofa Bændasamtaka Íslands hefur verið staðsett í húsinu í yfir 60 ár. Fasteignin var að fullu afhent nýjum eigendum 1. apríl síðastliðinn og munu samtökin flytja í nýtt húsnæði fyrir 31. desember næstkomandi. Bændasamtök Íslands hafa nú, eftir að hafa skoðað ýmis skrifstofuhúsnæði á Höfuðborgarsvæðinu, skrifað undir leigusamning við FÍ fasteignafélag um leigu á 308 m² atvinnuhúsnæði á 4. hæð að Borgartúni 25 í Reykjavík.