Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Bændasamtökin á HM í Berlín

06.08.2019

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er hafið í Berlín. Fulltrúar Bændasamtakanna eru á mótssvæðinu að kynna WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins.

„Frá því við mættum á svæðið þá hefur straumur fólks aukist með hverjum degi en búist er við enn meiri aukningu á næstu dögum. Mótsgestir hafa verið duglegir að heimsækja básinn okkar til að kynna sér WorldFenginn. Sú kynning verður í boði áfram þar til móti lýkur. Veðrið hefur verið fínt hingað til, þurrt og léttskýjað og hitinn á bilinu 25-27 gráður,“ segir Hrefna Hreinsdóttir sem stödd er í Berlín.

WorldFengs teymið samanstendur af Þorberg Þ. Þorbergssyni, sviðsstjóra tölvudeildar BÍ, Hrefnu Hreinsdóttur þjónustufulltrúa, Kristínu Halldórsdóttur, skrásetjara WF í Þýskalandi og Kim Middel sem skrásetur fyrir pólska eigendur Íslandshesta.

WorldFengs hornið er að finna í tjaldi númer 15D en þar eru að auki samstarfsaðilarnir Horses of Iceland frá Íslandsstofu, FEIF og Landssamband hestamannafélaga.