Beint í efni

Bændafundur á Vopnafirði

28.03.2012

Í lok síðasta árs fóru forsvarsmenn Bændasamtakanna hringferð um landið og héldu bændafundi á alls nítján stöðum. Því miður varð að fresta fundi á Vopnafirði vegna veðurs en nú verður bætt þar úr. Áætlað er að halda bændafund í Kaupvangi þriðjudaginn 3. apríl nk. kl. 13:00.

Frummælendur eru þau Haraldur Benediktsson formaður BÍ og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir stjórnarmaður í samtökunum. Bændur á svæðinu eru hvattir til að mæta, m.a. til að ræða fyrirhugaðar breytingar á ráðgjafarþjónustu í landbúnaði og um stöðu atvinnugreinarinnar.