
Bændafundir vegna breytinga á búvörusamningum
28.04.2009
Kynningarfundir um breytingar á gildandi búvörusamningum um starfsskilyrði sauðfjárræktar og mjólkurframleiðslu verða haldnir um allt land á næstu dögum. Fundirnir eru öllum opnir en bændur sem starfa við mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt eru hvattir til að mæta á fundina og kynna sér breytingar á samningunum.
Greidd verða atkvæði í póstkosningu og verða rétthöfum beingreiðslna og félögum í Bændasamtökum Íslands sendir atkvæðaseðlar.
Mikill annatími er í sveitum og ljóst að margir eiga erfitt um vik að mæta á fundi. En vegna sérstakra aðstæðna reynist nauðsynlegt að hafa kynningarfundina á þessum tíma. Með það í huga verður leitast við að hafa fundina markvissa og um klukkustundar langa.
Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
Staður | Dags. | Staðsetning |
Fundartími | |
Kjós |
fimmtudagur |
30. apríl |
Kaffi Kjós |
13:00 |
Borgarnes |
fimmtudagur |
30. apríl |
Hótel Hamar |
20:30 |
Dalir og Reykhólar |
fimmtudagur |
30. apríl |
Dalabúð |
13:00 |
Barðaströnd |
fimmtudagur |
30. apríl |
Birkimelur |
20:30 |
Rangárvallasýsla |
fimmtudagur |
30. apríl |
Hótel Hvolsvöllur |
13:00 |
Árnessýsla |
fimmtudagur |
30. apríl |
Þingborg |
20:30 |
|
|
|
|
|
Hrútafjörður |
mánudagur |
4.maí |
Staðarflöt |
13:00 |
Blönduós |
mánudagur |
4.maí |
Sjálfstæðissalurinn |
20:30 |
Strandir |
mánudagur |
4.maí |
Sævangur |
20:30 |
Egilsstaðir |
mánudagur |
4.maí |
Hótel Hérað |
20:30 |
Kópasker |
mánudagur |
4.maí |
Fjallalamb |
20:30 |
Vopnafjörður |
mánudagur |
4.maí |
Hótel Tangi |
13:00 |
Eyjafjörður |
mánudagur |
4.maí |
Hlíðarbær |
20:30 |
S-Þingeyjarsýsla |
mánudagur |
4.maí |
Breiðamýri |
13:00 |
Varmahlíð |
mánudagur |
4.maí |
Hótel Varmahlíð |
13:00 |
Austur-Skaftafellssýsla |
mánudagur |
4.maí |
Smyrlabjörg |
14:00 |
Vestur-Skaftafellssýsla |
mánudagur |
4.maí |
Hótel Klaustur |
20:30 |
|
|
|
|
|
Ísafjörður |
þriðjudagur |
5.maí |
Hótel Ísafjörður |
13:00 |
Hægt er að nálgast upplýsingar um samningana hér:
Breytingar á sauðfjársamningi
Breytingar á mjólkursamningi