Beint í efni

Bændafundir haustið 2008: Treystum á landbúnaðinn!

05.11.2008

Bændasamtökin hefja bændafundaferð á næstu dögum undir yfirskriftinni „Treystum á landbúnaðinn“. Frummælendur á bændafundum verða formaður og framkvæmdastjóri BÍ ásamt stjórnarmönnum samtakanna. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir að þjóðfélagsumræðan muni setja svip sinn á fundina en einnig sé markmiðið að ræða framtíðina og skiptast á skoðunum. „Bændasamtökin þurfa að eiga gott samtal við félagsmenn sína núna og því skiptir miklu máli að bændur taki þátt og leggi lið. Auðvitað er margt fleira en efnahagsástandið sem þarf að ræða en yfirskriftin „Treystum á landbúnaðinn“ vísar til þess að mikilvægi starfa bænda hefur ekki í langan tíma verið jafn glöggt. Landsmenn treysta á sterkan landbúnað á erfiðum tímum,“ segir Haraldur og bendir á að síðasta fundarferð hafi verið haldin í skugga erfiðrar umræðu um matarverð og framtíð atvinnuvegarins. Nú séu breyttir tímar og margt sem brenni á bændum við þá sérstöku stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu.

Að þessu sinni verða fyrstu fundirnir haldnir 10. nóvember á Kirkjubæjarklaustri og á Hólmavík. Síðan halda þeir áfram eins og sést í meðfylgjandi yfirliti. Eftir áramót verður haldið áfram og fundað á Vestur- og Suðurlandi. Boðið verður upp á hressingu á fundunum.

10. nóvember, mánudagur
Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustur, kl. 13:30
Sævangur, Hólmavík,. kl. 20:30
---
13. nóvember, fimmtudagur
Hótel Ísafjörður, Ísafjörður, kl. 13:00
Hótel Tangi, Vopnafjörður, kl. 13:30
Gistihúsið Egilsstöðum, Hérað, kl. 20:30
----
19. nóvember, miðvikudagur
Birkimelur, Barðaströnd, kl. 14:00
----
25. nóvember, þriðjudagur
Matstofa Fjallalambs á Kópaskeri - Norður- Þing. kl. 13:30
Ýdalir, S. – Þing., kl. 20:30
Hótel KEA – Akureyri, Eyjafjörður, kl. 20:30
Hótel Varmahlíð, Varmahlíð, Skagafjörður, kl. 13:30
----
27. nóvember, fimmtudagur
Sjálfstæðishúsið Blönduósi,  A-Hún. kl. 13:30
Staðarflöt í Hrútafirði, V-Hún. kl. 20:30
----
2. desember, þriðjudagur
Nýheimar, Höfn í Hornafirði, kl. 13:30