Beint í efni

Bændafundir fram undan

19.10.2012

Bændafundir verða haldnir á næstu dögum og vikum. Að þessu sinni eru nokkrir fundanna haldnir í samvinnu við LK og LS.

Rætt verður um nýja búnaðarlaga­samninginn og framlengda búvöru­samninga og gildi þeirra fyrir bændur. Þá verður farið yfir stöðu landbúnaðarins í ESB-viðræðunum. Auk þess verða breytingar á leiðbeiningaþjónustunni á dag­skrá, en aukabúnaðarþing kemur saman 29. október til þess að ákveða framhald þess máls. Atkvæða­greiðsla um búvöru­samningana er fram undan, en kjör­gögn verða send út til bænda á næstu vikum. Ítarlega er fjallað um samningana og fyrirkomulag kosninganna á bls. 36-37 í nýju Bændablaði.


Fyrsti fundur verður í Eyjafirði mánudaginn 22. október en dagskráin er sem hér segir:

Dags.   Svæði Fundarstaður Fundartími
mán. 22.okt Eyjafjörður Hlíðarbær 20:30
þri 23.okt Norður-Þingeyjarsýsla Öxi á Kópaskeri 13:00
þri 23.okt Suður-Þingeyjarsýsla Breiðamýri 20:30
þri.   23.okt Hornafjörður Smyrlabjörg 12:00
mið.  24.okt Vopnafjörður Mikligarður 12:00
fim. 25.okt Kirkjubæjarklaustur Icelandair-Hótel 14:00
fim. 25.okt Mýrdalur Hótel Höfðabrekka 12:00
fim. 25.okt Barðaströnd Birkimelur 12:00
fim. 25.okt Ísafjörður Hótel Ísafjörður 12:00
mið. 31.okt Hvanneyri Ásgarður 20.30
fim.  1.nóv Austur- & Vestur-Hún. Víðihlíð 20.30
fim. 1.nóv Skagafjörður Hótel Varmahlíð 14.00
fim. 1.nóv Suðurland Þingborg 13.30
fim. 1.nóv Kjós Kaffi Kjós 20.30
þri. 6.nóv Egilsstaðir Hótel Hérað 13:30

Bændur eru hvattir til að fjölmenna á fundina - ræða brýn hagsmunamál og fleiri hugðarefni.

Hefti með búvörusamningum o.fl.