Beint í efni

Bændafundir BÍ um allt land

25.11.2011

Árlegir Bændafundir Bændasamtaka Íslands (BÍ) hófust á þriðjudaginn með fundum á Hvanneyri, í Breiðabliki og á Egilsstöðum. Fundinum sem átti að vera á Hótel Tanga á Vopnafirði var aflýst vegna óveðurs.

Fundirnir verða óvenju margir í þessari fundarlotu, eða alls 19 talsins, en fulltrúar frá BÍ fara hringinn í kringum landið til fundar við bændur til 12. desember nk.

Í tengslum við fundarhöldin var gefinn út lítill upplýsingabæklingur, um starfsemi Bændasamtaka Íslands, og verður honum dreift á öll lögbýli strax eftir helgi. Rafræna útgáfu hans má finna hér.

Fundarplanið er annars sem hér segir: