Beint í efni

Bændafundir BÍ hefjast í dag

29.11.2011

Árlegir bændafundir BÍ hefjast í dag, með fundum á Hvanneyri, Snæfellsnesi, Vopnafirði og Egilsstöðum. Fulltrúar Bændasamtakanna fara hringinn í kringum landið til fundar við bændur fram til 12. desember. Nánari tímasetning fundanna er í töflunni hér að neðan. Í tengslum við fundahöldin hefur verið gefinn út upplýsingabæklingur um starfsemi Bændasamtaka Íslands og er verið að dreifa honum á öll lögbýli þessa dagana. Rafræna útgáfu hans má nálgast hér neðst í pistlinum./BHB

 

Dagsetning Staðsetning Kl.
Þriðjudagur 29. nóvember Lbhí Hvanneyri 13.30
Þriðjudagur 29. nóvember Breiðablik Snæfellsnesi 20.30
Þriðjudagur 29. nóvember Hótel Tangi Vopnafirði 13.00
Þriðjudagur 29. nóvember Hótel Hérað Egilsstöðum 20.30
Miðvikudagur 30. nóvember Svalbarðsskóli Þistilfirði 14.00
Miðvikudagur 30. nóvember Breiðamýri S-Þing. 20.30
Fimmtudagur 1. desember Hótel Ísafjörður 12.00
Mánudagur 5. desember Icelandair Hótel Flúðir 13.00
Mánudagur 5. desember Kaffi Kjós 20.30
Þriðjudagur 6. desember Heimaland, Eyjafjöllum 13.00
Þriðjudagur 6. desember Þingborg í Flóa 20.30
Þriðjudagur 6. desember Sjálfstæðishúsið Blönduósi 13.00
Þriðjudagur 6. desember Víðihlíð V-Hún. 20.30
Miðvikudagur 7. desember Sævangur á Ströndum 13.00
Miðvikudagur 7. desember Dalabúð, Búðardal 20.30
Fimmtudagur 8. desember Hlíðarbær Eyjafirði 13.00
Fimmtudagur 8. desember Hótel Varmahlíð 20.30
Mánudagur 12. desember Smyrlabjörg, Austur-Skaft. 14.00
Mánudagur 12. desember Geirland á Síðu 20.30
Mánudagur 12. desember Hótel Lundi, Vík í Mýrdal 13.00

 

Upplýsingabæklingur um starfsemi Bændasamtaka Íslands.