
Bændafundir Bændasamtaka Íslands 16.-18. janúar
16.01.2018
Bændasamtökin standa fyrir fundarherferð um land allt dagana 16.-18. janúar undir heitinu Búskapur er okkar fag. Þar mun forystufólk BÍ ræða við bændur um breytingar í atvinnugreininni síðustu misseri, fyrsta ár nýrra búvörusamninga og verðþróun afurða. Fulltrúar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins verða með í för og ræða meðal annars um framtíðarsýn fyrirtækisins, fagmennsku í greininni og þróun ráðgjafarþjónustu.
Fram undan er fyrri endurskoðun samninganna og fjölmargar áskoranir bíða bænda á markaði. Ferðamannafjöldi mun ná nýjum hæðum á árinu og fleiri munna þarf að metta. Innflutningur á mat hefur aukist og blikur eru á lofti vegna nýlegs dóms EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti og eggjum.
Nánari upplýsingar um staðsetningar og tíma funda má nálgast hér