Bændaferð Lamb Inn Travel til Kanada í september 2015
04.05.2015
Lamb Inn Travel, í samvinnu við AgriTours Canada, kynna glæsilega bændaferð til Ontario í Kanada.
AgriTours ferðaskrifstofan í Kanada hefur nú í tvö ár sent okkur kanadíska bændur í skemmti- og fræðsluferðir til Íslands. Nú er komið að því að snúa dæminu við og í samvinnu við Richard Buck hjá AgriTours Canada, höfum við sett saman glæsilega bændaferð um Ontario fylki 12.-18. september 2015.
Stuttar dagleiðir.
Hápunktur ferðarinnar er landbúnaðarsýningin í Woodstock.
Verð á mann í tvíbýli er kr. 369.000, en í einbýli 433.000.- Innifalið er í rauninni allt. Fullt fæði, allar skoðunarferðir, aðgöngumiðar og heimsóknir.
Flogið verður til og frá Toronto með Icelandair.
Fararstjóri verður Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum.
Bændaferð til Ontario Kanada 12. – 19. september 2015
M = Morgunverður, H = Hádegisverður, K = Kvöldverður
(1) Laugardagur 12. september – Reykjavik –Toronto (K)
-
Brottför frá Íslandi kl. 17.00, mæting í Leifsstöð kl. 14.00.
-
Kvöldflug til Kanada, áætluð lending kl. 18.55 að staðartíma. Innritun á hótel í miðbænum.
-
Kvöldverður og göngutúr.
-
Gist í Toronto.
(2) Sunnudagur 13. september – Toronto – Haliburton (M, H, K)
-
Morgunverður.
-
Skoðunarferð um Torontoborg.
-
CN turninn heimsóttur.
-
Hádegisverður.
-
Brottför til Haliburton. Möguleg heimsókn til Bowkers-lake side cottage, en Bowkers hjónin heimsóttu Ísland með AgriTours vorið 2014.
-
Gist í Haliburton á Pinestone Resort and Golf Course.
-
Kvöldverður á hótelinu.
(3) Mánudagur 14. september – Haliburton – Orillia/Barrie (M, H, K)
-
Eftir morgunverð verða fyrstu landnemabyggðir Íslendinga í Kanada heimsóttar.
-
Farið til Haliburton Forest þar sem hádegisverður er snæddur og eftirmiðdagurinn verður tekinn í ýmislegt ótengt landbúnaði.
-
Farið til Orillia eða Barrie þar sem gist verður og kvöldverður snæddur.
(4) Þriðjudagur 15. september – Orillia/Barrie – Guelph (M, H, K)
-
Eftir morgunverð verður stór kornbúgarður heimsóttur, þar sem hveiti, korn og sojabaunir eru ræktaðar.
-
Smærri kornbóndi heimsóttur nálægt Barrie, en sá bóndi heimsótti Ísland með AgriTours 2014.
-
Hádegisverður í Barrie.
-
Haldið áfram á Bradford/Holland mýrarnar, sem voru þurrkaðar upp til að rækta þar grænmeti. Eitt stærsta grænmetisræktunarsvæðið í Ontario. Gulrætur, laukur, sveppir og fleira.
-
Haldið áfram í áttina til Guelph-svæðisins, ekið um Elora Dairy, Beef and Crops Research-búin sem rekin eru af Landbúnaðarháskólanum í Guelph.
-
Gist í Guelph og kvöldverður snæddur.
(5) Miðvikudagur 16. september – Guelph – Woodstock – Guelph (M, H, K)
-
Haldið til Woodstock eftir morgunverð.
-
Canada’s Outdoor Farm sýningin í Woodstock, frábær sýning þar sem hægt er að sjá öll tæki og tól sem notuð eru í landbúnaði Ontario.
-
Hádegisverður á sýningunni.
-
Farið til baka til Guelph þar sem hópurinn mun snæða kvöldverð og gista.
(6) Fimmtudagur 17. september – Guelph – Clinton – Exeter – London (M, H, K)
-
Brottför til Kitchener.
-
Ontario’s St. Jacob’s bændamarkaðurinn heimsóttur, þar sem m.a. uppboð fara fram á nautgripum og finna má stóran flóamarkað.
-
Hádegisverður í St. Jacob’s eða Elmira.
-
Ekið til Clinton þar sem kjúklingabú verður skoðað og heimsókn til bænda sem heimsóttu Ísland 2014.
-
Heimsókn í “Kaupfélagið,” Hensall samvinnufélagið, sem er mjög stórt samvinnufélag. Það sér bændum á svæðinu fyrir vörum, en kaupir á móti af þeim korn, hveiti, hveitibaunir, sojabaunir og aðra uppskeru sem framleidd er á svæðinu.
-
Heimsókn á stórt kornræktunarbú.
-
Farið til London þar sem hópurinn mun snæða kvöldverð og gista.
(7) Föstudagur 18. september– London – Aylmer – Niagara Falls (M, H, K)
-
Farið til Brantford eftir morgunverð, þar sem Holstein Kanada verður heimsótt. Ræktunarsamtök sem þekkt eru fyrir ræktun á þessu fræga nautgripakyni og m.a. hlustað á fyrirlestur um nýtingu erfðatækni í ræktunarstarfinu.
-
Haldið áfram á stórt 350 kúa nýtískulegt kúabú með lausagöngufjósi og það skoðað.
-
Haldið áleiðis á Niagara svæðið. Heimsókn í gróðurhús á Virgil / Winona svæðinu, þar sem ávextir eru ræktaðir, eins og kirsuber, ferskjur, aprikósur, perur og fleira.
-
Farið til Niagara Falls þar sem hinn fræga Skeifufoss er að finna.
-
Kvöldverður með útsýni yfir Skeifufossinn. Frjáls tími við fossana.
-
Gist í Niagara Falls.
(8) Laugardagur 19. september – Niagara Falls – Toronto – Reykjavik (M, H, K)
-
Morgunverður.
-
Siglt á Hornblower Niagara River Catamaran, að fossunum. Tækifæri til að líta þá augum úr gljúfrinu sjálfu.
-
Heimsókn í víngerð nálægt Niagara. Þar var harður bardagi milli breskra, kanadískra og sex ættbálka indíána snemma á 18. öldinni. Þeir börðust saman gegn bandaríska hernum til að verja efri hluta Kanada.
-
Hádegisverður á svæðinu.
-
Haldið áfram að verksmiðju-outlet verslunarmiðstöð þar sem hægt er að kaupa merkjavörur á góðu verði, 20-40% ódýrara en annarsstaðar í Kanada.
-
Áfram til Toronto, kvöldverður snæddur nálægt flugvellinum, áður en tékkað er inn í flug til Íslands.
Sunnudagur 20. september – Reykjavik
Innifalið:
-
8 nætur á góðum hótelum eins og Best Western, Four Points by Sheraton, Cambridge Hotel and Conference Centre, Holiday Inns/Express o.þ.h..
-
Akstur í langferðabíl.
-
Móttaka fulltrúa AgriTours Canada á fugvellinum í Toronto.
-
Leiðsögumaður frá AgriTours alla ferðina.
-
Fullt fæði, 7 morgunverðir, 7 hádegisverðir og 8 kvöldverðir.
-
Aðgangur að þeim býlum sem heimsótt eru.
-
Aðgangur að CN Tower.
-
Toronto City Tour.
-
Haliburton Highlands Forest Experience.
-
Bátsferð um Hornblower Niagara Falls.
-
Niagara Fallsview Dinner.
-
Víngerðin og smakk.
-
Skoðunarferðir.
-
Þjónusta AgriTours Canada.
-
Íslenskur fararstjóri.
-
Þjónusta Lamb Inn Travel.
Verð pr. mann í tvíbýli kr. 369.000.-
Verð pr. mann í einbýli kr. 433.000.-
Fararstjóri verður Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum.
Nánari upplýsingar gefa Karl Jónsson í síma 691 6633, netfang karl@lambinn.is, eða Jóhannes Geir í síma 892 8827, netfang johannes@lambinn.is.