Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Bændaferð Lamb Inn Travel til Kanada í september 2015

04.05.2015

Lamb Inn Travel, í samvinnu við AgriTours Canada, kynna glæsilega bændaferð til Ontario í Kanada.

 

AgriTours ferðaskrifstofan í Kanada hefur nú í tvö ár sent okkur kanadíska bændur í skemmti- og fræðsluferðir til Íslands. Nú er komið að því að snúa dæminu við og í samvinnu við Richard Buck hjá AgriTours Canada, höfum við sett saman glæsilega bændaferð um Ontario fylki 12.-18. september 2015.

 

Stuttar dagleiðir.

 

Hápunktur ferðarinnar er landbúnaðarsýningin í Woodstock. 

 

Verð á mann í tvíbýli er kr. 369.000, en í einbýli 433.000.- Innifalið er í rauninni allt. Fullt fæði, allar skoðunarferðir, aðgöngumiðar og heimsóknir. 

 

Flogið verður til og frá Toronto með Icelandair. 

 

Fararstjóri verður Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum. 

 

 

 

Bændaferð til Ontario Kanada 12. – 19. september 2015

M = Morgunverður, H = Hádegisverður, K = Kvöldverður

  

(1) Laugardagur 12. september – Reykjavik –Toronto (K)

 • Brottför frá Íslandi kl. 17.00, mæting í Leifsstöð kl. 14.00.

 • Kvöldflug til Kanada, áætluð lending kl. 18.55 að staðartíma. Innritun á hótel í miðbænum.

 • Kvöldverður og göngutúr.

 • Gist í Toronto.

(2) Sunnudagur 13. september – Toronto – Haliburton (M, H, K)

 •  Morgunverður.                                                          

 • Skoðunarferð um Torontoborg.

 • CN turninn heimsóttur.

 • Hádegisverður.

 • Brottför til Haliburton. Möguleg heimsókn til Bowkers-lake side cottage, en Bowkers hjónin heimsóttu Ísland með AgriTours vorið 2014.

 • Gist í Haliburton á Pinestone Resort and Golf Course.

 • Kvöldverður á hótelinu. 

(3) Mánudagur 14. september – Haliburton – Orillia/Barrie (M, H, K)

 • Eftir morgunverð verða fyrstu landnemabyggðir Íslendinga í Kanada heimsóttar.

 • Farið til Haliburton Forest þar sem hádegisverður er snæddur og eftirmiðdagurinn verður tekinn í ýmislegt ótengt landbúnaði.  

 • Farið til Orillia eða Barrie þar sem gist verður og kvöldverður snæddur.

(4) Þriðjudagur 15. september – Orillia/Barrie – Guelph  (M, H, K)

 • Eftir morgunverð verður stór kornbúgarður heimsóttur, þar sem hveiti, korn og sojabaunir eru ræktaðar.

 • Smærri kornbóndi heimsóttur nálægt Barrie, en sá bóndi heimsótti Ísland með AgriTours 2014.

 • Hádegisverður í Barrie.

 • Haldið áfram á Bradford/Holland mýrarnar, sem voru þurrkaðar upp til að rækta þar grænmeti. Eitt stærsta grænmetisræktunarsvæðið í Ontario. Gulrætur, laukur, sveppir og fleira.

 • Haldið áfram í áttina til Guelph-svæðisins, ekið um Elora Dairy, Beef and Crops Research-búin sem rekin eru af Landbúnaðarháskólanum í Guelph.

 • Gist í Guelph og kvöldverður snæddur.

(5) Miðvikudagur 16. september – Guelph – Woodstock – Guelph (M, H, K)

 • Haldið til Woodstock eftir morgunverð.

 • Canada’s Outdoor Farm sýningin í Woodstock, frábær sýning þar sem hægt er að sjá öll tæki og tól sem notuð eru í landbúnaði Ontario.

 • Hádegisverður á sýningunni.

 • Farið til baka til Guelph þar sem hópurinn mun snæða kvöldverð og gista.

(6) Fimmtudagur 17. september – Guelph – Clinton – Exeter – London    (M, H, K)

 • Brottför til Kitchener.

 • Ontario’s St. Jacob’s bændamarkaðurinn heimsóttur, þar sem m.a. uppboð fara fram á nautgripum og finna má stóran flóamarkað.

 • Hádegisverður í  St. Jacob’s eða Elmira.

 • Ekið til Clinton þar sem kjúklingabú verður skoðað og heimsókn til bænda sem heimsóttu Ísland 2014.

 • Heimsókn í “Kaupfélagið,” Hensall samvinnufélagið, sem er mjög stórt samvinnufélag. Það sér bændum á svæðinu fyrir vörum, en kaupir á móti af þeim korn, hveiti, hveitibaunir, sojabaunir og aðra uppskeru sem framleidd er á svæðinu.

 • Heimsókn á stórt kornræktunarbú.

 • Farið til London þar sem hópurinn mun snæða kvöldverð og gista.

(7) Föstudagur 18. september– London – Aylmer – Niagara Falls    (M, H, K)

 • Farið til Brantford eftir morgunverð, þar sem Holstein Kanada verður heimsótt. Ræktunarsamtök sem þekkt eru fyrir ræktun á þessu fræga nautgripakyni og m.a. hlustað á fyrirlestur um nýtingu erfðatækni í ræktunarstarfinu.

 • Haldið áfram á stórt 350 kúa nýtískulegt kúabú með lausagöngufjósi og það skoðað.

 • Haldið áleiðis á Niagara svæðið. Heimsókn í gróðurhús á Virgil / Winona svæðinu, þar sem ávextir eru ræktaðir, eins og kirsuber, ferskjur, aprikósur, perur og fleira.

 • Farið til Niagara Falls þar sem hinn fræga Skeifufoss er að finna.

 • Kvöldverður með útsýni yfir Skeifufossinn. Frjáls tími við fossana.

 • Gist í Niagara Falls.

(8) Laugardagur 19. september – Niagara Falls – Toronto – Reykjavik   (M, H, K)

 • Morgunverður.

 • Siglt á Hornblower Niagara River Catamaran, að fossunum. Tækifæri til að líta þá augum úr gljúfrinu sjálfu.  

 • Heimsókn í víngerð nálægt Niagara. Þar var harður bardagi milli breskra, kanadískra og sex ættbálka indíána snemma á 18. öldinni. Þeir börðust saman gegn bandaríska hernum til að verja efri hluta Kanada.

 • Hádegisverður á svæðinu.

 • Haldið áfram að verksmiðju-outlet verslunarmiðstöð þar sem hægt er að kaupa merkjavörur á góðu verði, 20-40% ódýrara en annarsstaðar í Kanada.

 • Áfram til Toronto, kvöldverður snæddur nálægt flugvellinum, áður en tékkað er inn í flug til Íslands.

Sunnudagur 20. september – Reykjavik

 

Innifalið:

 • 8 nætur á góðum hótelum eins og Best Western, Four Points by Sheraton, Cambridge Hotel and Conference Centre, Holiday Inns/Express o.þ.h..

 • Akstur í langferðabíl.

 • Móttaka fulltrúa AgriTours Canada á fugvellinum í Toronto.

 • Leiðsögumaður frá AgriTours alla ferðina.

 • Fullt fæði, 7 morgunverðir, 7 hádegisverðir og 8 kvöldverðir.

 • Aðgangur að þeim býlum sem heimsótt eru.

 • Aðgangur að CN Tower.

 • Toronto City Tour.

 • Haliburton Highlands Forest Experience.

 • Bátsferð um Hornblower Niagara Falls.

 • Niagara Fallsview Dinner.

 • Víngerðin og smakk.

 • Skoðunarferðir.

 • Þjónusta AgriTours Canada.

 • Íslenskur fararstjóri.

 • Þjónusta Lamb Inn Travel.

Verð pr. mann í tvíbýli kr. 369.000.-

Verð pr. mann í einbýli kr. 433.000.-

 

Fararstjóri verður Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum.

 

Nánari upplýsingar gefa Karl Jónsson í síma 691 6633, netfang karl@lambinn.is, eða Jóhannes Geir í síma 892 8827, netfang johannes@lambinn.is