Beint í efni

Bændablaðið í 30 þúsund eintökum

24.03.2011

Bændablaðinu er í dag dreift í aukaupplagi til allra fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og í helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Heildarupplag er því rúm 30 þúsund eintök. Tilgangurinn er að vekja athygli á blaðinu en síðustu ár hefur dreifing Bændablaðsins aukist jafnt og þétt. Að jafnaði er blaðið gefið út í rúmlega 22.200 eintökum en þar af fara 7.100 eintök í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu, 9.100 eintök í þéttbýli á landsbyggðinni og 6.000 blöð í sveitirnar. Þeir sem kjósa að fá blaðið sent á heimilisfang geta gerst áskrifendur en ársáskrift kostar einungis kr. 6.200 og ellilífeyrisþegar fá 50% afslátt. Auglýsinga- og áskriftarsími Bændablaðsins er 563-0300.

Bændasamtök Íslands eru sem kunnugt er útgefandi Bændablaðsins. Eldri blöð má nálgast hér á vefnum með því að smella hér